*

föstudagur, 22. júní 2018
Erlent 18. júlí 2016 16:08

Opera Software ASA í frjálsu falli

Norska hugbúnaðarfyrirtækið hefur lækkað um rúm 10% í dag. Fallið má rekja til misheppnaðrar yfirtöku kínverskra fjárfesta.

Ritstjórn
Spenna í kauphöllinni
Getty Images

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software ASA hefur lækkað um 10% í dag. Fallið má rekja til misheppnaðrar yfirtöku kínverskra fjárfesta, sem höfðu sýnt félaginu mikinn áhuga. Norsk stjórnvöld samþykktu ekki yfirtökuna, og varð því ekkert úr viðskiptunum. Opera tókst aftur á móti að selja dótturfélag sitt, sem sérhæfir sig í vöfrum, á 600 milljónir Bandaríkjadala.

Kaupendur vafranna eru úr sama fjárfestahópi, en fyrirtæki að nafni Golden Brick Capital Management Ltd. er í forsvari fyrir hópinn. Opera er þekkt fyrir samnefnda vafra, og var Jón Von Tetzchner einn af stofnendum þess. Hann lét af störfum sem forstjóri árið 2010, þar sem stefna fyrirtækisins var hætt að samræmast sínum eigin hugsjónum.

Stikkorð: Kauphöll Opera Oslo Yfirtökur