*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 9. september 2017 14:15

Opinberir starfsmenn fái sömu laun og einkageirinn

Starfsmenn á opinberum vinnumarkaði fara fram á að laun þeirra verði jöfnuð til jafns við laun á almennum markaði í komandi kjaraviðræðum.

Ritstjórn
Eva Björk Ægisdóttir

Starfsmenn á opinberum vinnumarkaði fara fram á að laun þeirra verði jöfnuð til jafns við laun á almennum markaði í komandi kjaraviðræðum, í kjölfar jöfnunar lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins fyrr á þessu ári. Ríkið skuldbatt sig til að jafna launamuninn á næsta áratug, þegar samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda var undirritað á síðasta ári.

„Lífeyrismálið mun koma til með að spila inn í þegar við erum að skoða hvað er ásættanlegt, það er alveg ljóst. Það er náttúrulega ekki hægt að jafna öðru megin án þess að jafna hinu megin,“ segir Hugrún R. Hjaltadóttir, formaður Félags íslenskra félagsvísindamanna sem er eitt þeirra 17 aðildarfélaga BHM sem eiga nú í kjaraviðræðum við ríkið.

Auk þess losna kjarasamningar grunn-, leik- og framhaldsskólakennara síðar á þessu ári. Alls er um að ræða kjarasamninga yfir tíu þúsund starfsmanna hjá hinu opinbera.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim