Nú geta íslenskir fjárfestar stundað viðskipti með bréf Össurar í Danmörku í kjölfar þess að gjaldeyrishöftum var aflétt. Jafnframt geta fjárfestar fært hlutabréf sín á milli danska markaðarins og þess íslenska án takmarkana, og öfugt, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Össuri.

Þetta staðfesti Seðlabanki Íslands í dag. Kaup á hlutabréfum í Össuri þarf þó að tilkynna til Seðlabanka Íslands. Össur er bæði skráð í Kauphöll Nasdaq Iceland og í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn