*

þriðjudagur, 24. október 2017
Innlent 19. maí 2017 12:10

Opna S-MAX í Smáralind

Smárabíó mun í júní opna eitt þróaðasta kvikmyndahús í heiminum, en framkvæmdir hefjast eftir helgi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Smárabíó mun í júní verða eitt af bestu bíóum í heimi og það eina sinnar tegundar á landinu, þegar stærsti salurinn verður opnaður eftir gagngerar endurbætur.

Salurinn, sem fær heitið S-MAX, verður þá útbúinn Flagship Laser 4K sýningartækni auk Dolby Atmos, nýjustu útgáfu hljóðkerfis.

Auk þess verður sýningarbúnaður í hinum sölunum uppfærður í Laser. Smárabíó verður þannig útbúið nýjustu, fullkomnustu og bestu tækni fyrir sjón og heyrn sem í boði er í heiminum og eina kvikmyndahúsið hérlendis sem notar Laser í öllum sölum.

Svona hljóðar tilkynning frá Smárabíoi, en aðeins 68 bíó í veröldinni bjóða upp á umrædda tækni. Í tilkynningunni kemur einnig fram að aðeins 5% evrópskra kvikmyndahúsa bjóði upp á Flagship Laser og því er Smárabíó að færast í sérflokk.

Síðasta sýningarhelgin í Sal 1 í Smárabíó er því framundan og munu iðnaðarmenn hefjast handa við að rífa allt út úr salnum áður en hann verður opnaður sem S-MAX í fyrri hluta júnímánaðar.

Stikkorð: Kvikmyndahús Smárabíó SMAX