*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 17. ágúst 2013 12:25

Opna sögusetur um Bakkabræður

Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson hafa stofnað félag um rekstur söguseturs um Bakkabræður á Dalvík.

Sólrún H. Þrastardóttir

„Við byrjuðum á kaffihúsinu og það er allt í gömlum stíl. Þar var ekkert nýtt keypt heldur allt endurnýtt,“ segir Kristín Aðalheiður Símonardóttir en hún og og Bjarni Gunnarsson hafa stofnað félagið Gísli, Eiríkur og Helgi ehf.

Tilgangur félagsins er rekstur söguseturs um Bakkabræður og safns sem tengjast sögum Bakkabræðra sem og veitingarekstur og smásala. Sögusetrið verður staðsett í húsnæði gamla leikhússins á Dalvík. Kaffihús sem er hluti af sögusetrinu var opnað í síðustu viku og er stefnt að opnun fyrsta hluta sýningarinnar í vor að sögn Kristínar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.