*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 22. mars 2018 10:43

Opna starfatorg fyrir tæknigeirann

Nýtt starfatorg sprotavefsins Northstack var sett í loftið í dag. Á vefnum geta íslensk tæknifyrirtæki auglýst störf.

Gunnar Dofri Ólafsson
Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, ritstjóri Northstack, og Guðbjörg Rist.
Haraldur Guðjónsson

Northstack hefur fjallað um sprotafyrirtæki í um þrjú ár og við fáum reglulega pósta frá sérfræðingum sem hafa áhuga á að flytja til Íslands til að vinna í tæknifyrirtækjum,“ segir Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, ritstjóri og einn stofnenda Northstack, en á vefnum opnaði starfatorg í morgun.

„Á sama tíma er enginn vettvangur fyrir fyrirtæki í tæknibransanum á Íslandi að auglýsa sérstaklega eftir fólki sem er að leita að störfum í þeim bransa.“ Kristinn á þar við skírskotun í geirann en ekki bara hverja tegund af störfum fyrir sig. Á starfatorginu geta tæknifyrirtæki því auglýst eftir forriturum og mannauðsstjórum svo dæmi séu tekin.

Ekkert tæknitorg á Íslandi

„Ef þú vilt í dag fara í mannauðsstörf í tæknibransanum þá veistu ekki hvert þú átt að leita. Stór hluti af þessu er líka að hafa torgið á ensku því stór hluti af þeim sem eru í þessum bransa á Íslandi er enskumælandi. Northstack er á ensku því við viljum að sem flestir geti verið með. Hugmyndin er því að vera með starfatorg á ensku þar sem efni og auglýsingar eru á ensku,“ segir Kristinn en ekki er óalgengt að innra tungumál tæknifyrirtækja á Íslandi sé enska.

„Þetta ætti því að vera „one-stop-shop“ fyrir fólk sem er að leita að vinnu í þessum bransa, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar.“ Torgið hefur þegar fengið góðar viðtökur.

„Ég geri ráð fyrir að það verði svona 20 til 25 störf skráð þegar við förum í loftið og fyrirtækin átta til tíu, blanda af tæknifyrirtækjum og sprotum,“ segir Kristinn Árni. Auglýsendur koma til með að greiða fyrir að auglýsa á torginu en Kristinn segir að sprotafyrirtæki fái afslátt af þeim kostnaði þar sem sprotafyrirtæki hafi jafnan ekki úr miklum fjármunum að moða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim