Hótelin Iceland Parliament Hotel og Reykjavík Consulate Hotel verða byggð á næstunni. Þau verða í eigu Icelandair Hotels, sem hafa samið við Hilton Worldwide um samstarf í rekstri hótelanna.

Hótelin verða í miðborg Reykjavíkur - Iceland Parliament Hotel í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll og Reykjavik Consulate Hotel í Hafnarstræti.

Parliament Hotel verður við Austurvöll og Alþingi og dregur nafn sitt af þinginu, því elsta sinnar tegundar í heiminum. Á jarðhæð hótelsins verður svo safn um sögu lýðræðis á Íslandi.

Consulate Hotel í Hafnarstræti sækir heiti sitt í Detlev Thomsen sem var konsúll fyrir Þýskaland á 19. öld. Thomsen tók á móti erlendum gestum í nágrenni hótelsins. Kolasundið gamla verður þá endurgert og mun ganga gegnum hótelið.