Reitir fasteignafélag sem rekur Kringluna segist vera á lokaskrefum viðræðna um opnun H&M verslunar í verslunarmiðstöðinni, en í morgun barst fréttatilkynning um að H&M muni opna á tveimur staðsetningum á vegum Regins fasteignafélags, það er í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.

„Reitir fasteignafélag hf. (Reitir), Kringlan og H&M hafa undanfarið átt í samningaviðræðum um opnun H&M verslunar í Kringlunni sem ráðgert er að opna seinnihluta ársins 2017. Þeim viðræðum er ekki lokið en áætlað er að þeim ljúki á næstu vikum,“ segir í fréttatilkynningu frá Reitum.