*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 14. september 2017 09:04

Opnun lúxushótels tefst um hálft ár

Nýtt fimm stjörnu hótel sem opna á við Bláa lónið tefst í framkvæmdum vegna breytinga á áætlaðri framkvæmd.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tafir verða á áætlaðri opnum nýs fimm stjörnu lúxushótels við Bláa lónið og verður það því ekki opnað fyrr en í byrjun næsta árs að sögn Gríms Sæmundsen forstjóra fyrirtækisins. Í upphafi var stefnt að því að í hótelinu yrðu ríflega 60 herbergi, meðal annars nokkrar svítur sem yrðu búnar einkalónum að því er Morgunblaðið greinir frá.

„Framkvæmdin í sjálfu sér er á áætlun en vegna breyttrar þarfagreingar, meðal annars vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna, ákváðum við að breyta verkefninu nokkuð og það kallar eðlilega á ákveðnar tafir,“ segir Grímur en Verktakafyrirtækið Jáverk sér um framkvæmdina.

„Til lengri tíma litið teljum við það skila meiri tekjum að ráðast með réttum hætti í framkvæmdina miðað við breyttar forsendur og því trufla tafirnar og hinn aukni kostnaður okkur ekki.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim