*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 25. maí 2012 16:11

OR tapaði 4 milljörðum króna

Orkuveitan fór úr plús í mínus á fyrsta ársfjórðungi. Ytri aðstæður trufla reksturinn. Forstjórinn segir skuldabyrði enn of mikla.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Orkuveita Reykjavíkur tapaði fjórum milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er rúmlega sex milljarða viðsnúningur á milli ára því hagnaðurinn nam 2,3 milljörðum króna á sama tíma í fyrra. 

Fram kemur í uppgjöri OR að rekstrarhagnaðurinn í fyrra hafi numið 4,9 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við tæpa 3,5 milljarða hagnað í fyrra. Það er um 42% aukning á milli ára.

Fram kemur í uppgjörinu að ytri þættir skýri uppgjör OR; ytri þættir – þróun álverðs og gengi krónunnar – hafi verið afar óhagstæðir heildarafkomu samstæðunnar. 

Tekjur Orkuveitunnar jukust um liðlega fimmtung á milli tímabila en útgjöldin um 5% á verðlagi hvors árs. Við samþykkt Aðgerðaráætlunar OR og eigenda – Plansins – í marslok 2011 var gripið til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða. Kostnaðarauki milli áranna 2011 og 2012 er minni en sem nemur verðbólgu, þrátt fyrir ýmsar verðhækkanir. Gjaldskrárhækkanir samkvæmt Planinu skýra auknar tekjur. 

Haft er eftir Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, í tilkynningu, að skuldabyrðin sé áfram veruleg og óhagstæð þróun þátta, sem stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki í sinni hendi, sýni að það megi í engu slaka á.