Virði Sterlingspundsins féll gegn öðrum gjaldmiðlum eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gaf til kynna að Bretar hyggðust yfirgefa Evrópusambandið að fullu. Hún sló þá hugmynd nánast út af borðinu að Bretar myndu halda eftir hlutum Evrópusamstarfsins þegar þeir gengu úr sambandinu. Þetta gerir BBC að umfjöllunarefni sínu.

Sterlingspundið veiktist um 1 prósentustig ef miðað er við helstu gjaldmiðla heims - eða 1,06 prósentustig gagnvart dollaranum og 0,89 prósentustig gagnvart evrunni.

Hún sagði í viðtali við Sky News í gær að: „Við erum að fara að ganga úr sambandinu, við verðum ekki meðlimur í sambandinu, við erum á útleið.“