*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 20. apríl 2018 10:25

Origo kaupir Benhur

Benhur hefur sérhæft sig í hugbúnaðarlausnum fyrir rannsóknastofur en markmiðið með kaupunum var að breikka lausnaframboð Origo.

Ritstjórn

Origo hefur keypt hugbúnaðarfyrirtækið Benhur. Markmiðði með kaupunum er að breikka lausnaframboð Origo á heilbrigðissviði en Benhur hefur sérhæft sig í hugbúnaðarlausnum fyrir rannsóknastofur. 

Hugbúnaður Benhur kemur frá belgíska fyrirtækinu MIPS en hann hefur félagið selt og þjónustað í 14 ár. Landspítalinn hefur notað CLIMS rannsóknarstofukerfið og Cyberlab beiðna- og svarakerfi frá MIPS í fjölda ára. Innleiðing á kerfunum stendur einnig yfir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er innleiðing á Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans í undirbúningi. 

Benhur varð hluti af Heilbrigðislausnum Origo frá og með 1. apríl. Þá gekk Skúli Barker, fyrrum eigandi Benhur, til liðs við Origo. Hann mun áfram sinna þjónustu og ráðgjöf fyrir notendur Clims og Cyberlab frá MIPS. Kaupin munu ekki hafa teljandi áhrif á rekstur og afkomu Origo. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim