*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 4. apríl 2018 08:23

Origo lækkaði um 5,06%

Mest hækkun var í kauphöllinni á bréfum Haga í viðskiptum gærdagsins, það er um 1,18% í 246 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eftir lokun viðskipta í kauphöll Nasdaq Iceland í gær stóð Úrvalsvísitalan í 1.774,53 stigum.

Mest viðskipti voru með bréf Marel, eða fyrir 311 milljónir en bréf félagsins lækkuðu um 0,27% og standa þau nú í 376,00 krónum.

Næst mest viðskipti voru með bréf Haga, eða fyrir 246 milljónir en bréfin hækkuðu jafnframt mest í fyrirtækinu eða um 1,18%, upp í 43,00 krónur.

Mest lækkun var á bréfum Origo, áður Nýherja, eða um 5,06% í þó einungis 48 milljóna króna viðskiptum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær leystu nokkrir helstu stjórnendur félagsins út kauprétti sína fyrir mánaðamót.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim