*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 13. maí 2019 17:14

Origo leiðir hækkanir

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 1,47%, niður í 2.128,63 stig í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 1,47%, niður í 2.128,63 stig, en heildarviðskiptin í kauphöllinni í dag námu 2,1 milljarði. Hástökkvari dagsins voru bréf Origo, sem hækkuðu um 3,10%, upp í 23,30 krónur, í 111 milljóna viðskiptum.

Næst mesta hækkunin var 1,64% á gengi bréfa Símans, enduðu þau í 4,34 krónum eftir 605 milljóna króna viðskipti.

Þau tvö félög sem lækkuðu mest í virði í kauphöllinni í dag voru Icelandair, sem lækkuðu um 3,26% í 125 milljóna viðskiptum, enduðu í 10,10 krónum og svo 2,02% lækkun hjá Marel, niður í 581,00 krónu hvert bréf, í 308 milljóna viðskiptum.

Stikkorð: Kauphöll Nasdaq
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim