Úr úttekt Viðskiptablaðsins á skuldaþróun Reykjavíkurborgar:

Að liðnu þessu tímabili tóku við tvö ár þar sem skuldir hækkuðu ekki eins hratt, en eftir miðjan tíunda áratuginn virðist lítið sem ekkert aðhald hafa verið í fjármálum borgarinnar lengur. Skuldir borgarinnar rúmlega tvöfölduðust að nýju frá 1996 til 2001, þegar þær jukust úr 40,2 ma. í 94,4 ma.

Sú aukning er þó lítil í samanburði við það sem viðgekkst á tímabilinu 2001 til 2007, en skuldirnar jukust um heila 120 ma. króna á þessu árabili. „Þar er Orkuveitan langstærsti áhrifavaldurinn,“ segir Gísli Hlíðberg Guðmundsson, borgarbókari. „Það eru miklar fjárfestingar í virkjunum frá 2000 til 2007,“ bætir hann við.

Á þessum tíma voru til dæmis byggðar nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, en samið var um bygginguna árið 2001. Kostnaður við framkvæmdina fór langt fram úr áætlunum samkvæmt skýrslu úttektarnefndar um OR, sem kom út árið 2012 . Í skýrslunni segir að upphaflegar áætlanir hafi gert ráð fyrir 2 ma. byggingarkostnaði, sem hafi orðið 8,5 ma. þegar upp var staðið. Árið 2002 var síðan ráðist í byggingu Hellisheiðarvirkjunar, en í sömu skýrslu segir að upphaflegar áætlanir hafi gert ráð fyrir að hún myndi kosta 20 ma. Raunin hafi hins vegar orðið 72,8 ma. heildarkostnaður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .