*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Fólk 6. júlí 2018 15:51

Örn ráðinn forstjóri Mannvits

Örn Guðmundsson tekur við starfinu af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, sem hætti í maí eftir fimm mánuði í starfi.

Ritstjórn

Örn Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri Mannvits. Örn lauk meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School árið 1998 og hefur undanfarin þrjú ár gengt stöðu fjármálastjóra Mannvits. Hann vann fyrir skilanefnd og slitastjórn Kaupþings 2009-2014 og hjá Símanum og Skiptum 2000-2009. Örn hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á Íslandi og erlendis í tengslum við störf sín hjá Mannviti, Kaupþingi og Skiptum.

Örn tekur við starfinu af Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, sem hætti í maí eftir fimm mánuði í starfi.