Þeir sem hyggjast á síðustu stundu bóka jólahlaðborð fyrir fjölskylduna gætu lent í vandræðum því víða er allt að verða fullbókað. Á sumum stöðum eru meira að segja komnir biðlistar. „Það hafa hátt í 10.000 manns bókað nú þegar. Við byrjuðum 16. nóvember, fyrsta helgin byrjar rólegust en nú er bókunarstaðan orðin þannig að það er aðeins laust á einstaka mánudögum. En svo erum við auðvitað að taka á móti biðlistum því sumir þurfa að afbóka vegna þess að eitthvað kemur upp á,“ segir Brynjólfur Óli Árnason rekstrarstjóri Jómfrúarinnar en Jómfrúin býður upp á jólahlaðborð með örlítið óhefðbundnu sniði en þar er jólamatseðill en ekki eiginlegt hlaðborð.

Hann segir jafnframt að fólk sé mun tímanlegar í pöntunum ef það vill vera visst um að fá borð. „Þetta er svipað og hefur verið síðustu ár. Fyrsta bókun kom klukkan 10:05 þann 2. Janúar, svo heldur þetta áfram jafnt og þétt yfir árið. Flestar bókanirnar koma í kringum verslunarmannahelgi og fólk er þá að tryggja sig til að komast örugglega að,“ segir Brynjólfur Óli.

Á veitingastaðnum Satt sem er að finna á hótelinu Reykjavík Natura hefur einnig verið mikið bókað, sérstaklega á kvöldin þar sem er nánast fullbókað. Hins vegar er þar hægt að koma fólki fyrir í hádeginu þar sem er meiri sveigjanleiki.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Kjaramálin eru eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar - stéttarfélögin hanga í hurðarhúni Stjórnarráðsins
  • Verðmat sýnir að Icelandair er undirverðlagt
  • Flugfélögin fá háar greiðslur frá erlendum flugyfirvöldum
  • Orkuveituhúsið á sér óljósa framtíð og kannski enga
  • Afkoma Alcoa gæti orðið fyrir áhrifum af gildistöku nýrra laga
  • Umfjöllun um nýja hagspá hagfræðideildar Landsbankans
  • Viðtal við Daníel Árnason um nýjungar hjá Eignaumsjón
  • Ítarlegt viðtal við Helgu Valfells, einn stofnanda Crowburry Capital
  • Er skotveiði einfaldlega göngutúr með haglabyssu?
  • Fyrirtækið Alfreð kynnir tækninýjung við mannaráðningar
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar lognið í stjórnarmyndunarviðræðum