Samfélagsmiðlarisinn Facebook greiddi 605 milljónir króna á síðasta ári til þess eins að tryggja öryggi framkvæmdastjóra og stofnanda fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. Upphæðin nam um 5 milljónum Bandaríkjadala. Það er lækkun frá árinu áður, þegar upphæðin nam 6,2 milljónum dala.Fréttaveita MarketWatch segir frá þessu.

Góð og gild rök finnast fyrir þessu mikla fjárútláti - Zuckerberg hefur verið hótað limlestingum og líflati af hryðjuverkasamtökunum ISIS. Zuckerberg er ekki sá eini sem hefur hlotið líflátshótanir frá ISIS, en Jack Dorsey framkvæmdastjóri Twitter hefur einnig fengið slíkar hótanir.

Dorsey fékk þó ekki alveg sömu meðhöndlun - Twitter varði 68,5 þúsund Bandaríkjadölum til vörslu heilsu hans og öryggis. Það eru um það bil 8,2 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir tæknirisinn Apple einnig fyrir öryggisgæslu framkvæmdastjóra síns, Tim Cook, en kostnaður fyrirtækisins hvað það varðar nam um 209 þúsund dölum eða 25,2 milljónum króna.