Bæjarstjórn sveitarfélagsins Garðs samþykkti í gær á fundi sínum með fimm atkvæðum að óska eftir fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar til að ræða hugmyndir um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Reykjanesbæjar. Þetta kemur fram á vefsíðu Víkurfrétta .

Þess má til geta að bæjarstjórn Reykjanesbæjar hafði áður lýst yfir áhuga um sameiningu við Garð.