*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 14. september 2018 11:05

Óskabein selur fyrir 430 milljónir í VÍS

Óskabein hefur selt 40 milljón hluti í VÍS, en Gestur Breiðfjörð Gestsson er bæði stjórnarformaður Óskabeins og stjórnarmaður VÍS.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Eignarhaldsfélagið Óskabein seldi nú í morgun 40 milljón hluti í vátryggingafélaginu VÍS á genginu 10,75, eða fyrir samtals 430 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar. Gestur Breiðfjörð Gestsson, hluthafi og stjórnarformaður Óskabeins, er jafnframt stjórnarmaður í VÍS.

Eftir viðskiptin á félagið rétt rúma 40 milljón hluti í tryggingafélaginu, en samkvæmt tilkynningunni er um að ræða hlutalokun á framvirkum samningi sem gerður var í júní í fyrra um upphaflega 90 milljón hluti sem áður hefur verið tilkynnt um.

Staða framvirka samningsins er eftir viðskiptin um rétt tæpa 40 milljón hluti, en hann er á gjalddaga hinn 12. desember næstkomandi.

Samkvæmt frétt fréttablaðsins eru eigendur Óskabeins, auk Gests, meðal annars þeir Sigurður Gísli Björnsson, eigandi Sæmarks sjávarafurða, og Andri Gunnarsson, lögmaður og fjárfestir.

Stikkorð: VÍS
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim