Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs, tilkynnti á starfsmannafundi í morgun að hann hygðist láta af störfum hjá Árvakri næstu áramót. Greint er frá þessu á mbl.is .

Óskar segist hafa áhuga á að fá tækifæri til þess að sinna öðrum hugðarefnum. Hann hafi skrifað þrjár bækur á undanförnum arum og vilji gjarnan hafa rýmri tíma til að sinna ritstörfum.

Hann segir þó að það hvarfli ekki að honum að halda því fram að rekstur Árvakurs sé kominn á sléttan sjó, en hann sé þó í ágætu horfi og allur annar en þegar hann, ásamt fleirum, tók við félaginu fyrir fimm til sex árum síðan.

Óskar greindi stjórn Árvakurs frá ákvörðun sinni í gær og hefur ekki verið tekin ákvörðun um eftirmann hans.