*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 19. mars 2019 10:00

Óskar hættir hjá Evrópuútgerð Samherja

Tveir taka við framkvæmdastjórn Evrópuútgerðar Samherja í Cuxhaven í Þýskalandi. Elísabet Ýr einnig nýr starfsmaður.

Ritstjórn
Óskar Ævarsson hefur starfað fyrir Samherjafrændur í 30 ár.
Aðsend mynd

Eftir 30 ár hjá Samherja hættir Óskar Ævarsson sem framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja. Tveir starfsmenn koma í hans stað, það er Pétur Þór Erlingsson sem verið hefur aðstoðarmaður framkvæmdastjóra og Guðmundur Óli Hilmarsson, sjávarútvegsfræðingur frá HA, sem verið hefur Gæðastjóri Samherja frá árinu 2015.

Pétur er vélfræðingur og rafvirki að mennt, ásamt því að hafa lokið véla- og rekstrariðnfræði frá HR, en hann hefur búið í nágrenni Cuxhaven í Þýskalandi þar sem dótturfélag Samherja, DFFU, sem veitir útgerðum Samherja í ESB löndunum þjónustu.

Auk þeirra réð Elísabet Ýr Sveinsdóttir til ESB útgerðar Samherja á síðasta ári. Hún er Viðskiptafræðingur frá Bifröst og með meistaragráðu í Stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind frá HR.

Elísabet mun vinna við þróun kerfis þar sem rauntímagögn úr rekstri, veiðum, framleiðslu og sölu eru vistuð í lotur og að þannig verði hægt að bera saman kennitölur úr rekstri í rauntíma við sögulegar rekstrartölur.

Lofaði að hætta að sofa með farsímann

Óskar segir ástæðuna fyrir því að hann hætti nú sé að hann hafi lofað konunni sinni að hætta að sofa með farsímann á náttborðinu þegar hann yrði sextugur að því er fram kemur á vefsíðu félagsins.

Spurður hvað taki við segir hann þó: „[E]f ég þekki þá Samherja frændur rétt týnist eitthvað til,“ segir Óskar, sem hóf störf hjá Samherja í maí 1989 sem yfirvélstjóri en tók við rekstri Fiskimjöls og Lýsis í Grindavík árið 1997, en það var þá í eigu Samherja. Hann flutti til Cuxhaven árið 2006 og tók við sem framkvæmdastjóri ESB útgerðar Samherja sem og haft yfirumsjón með nýsmíðaverkefnum félagsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim