Um það bil tvær af hverjum þremur brottförum frá Keflavíkurflugvelli voru á áætlun í desember samkvæmt greiningafyrirtækinu OAG. Á lista greiningarfyrirtækisins má finna lista yfir stundvísi á um það bil tólf hundruð flugvöllum. Keflavík er þarna neðarlega á lista eða í 1037. sæti. Túristi greinir frá þessu.

Kastrup flugvöllurinn kemur best út af stærstu flughöfnum Norðurlanda. Þar fóru 81% af flugvélunum í loftið samkvæmt áætlun.

Þegar horft er til frammistöðu einstakra flugfélaga má sjá að 74% af flugferðum Icelandair komu á áfangastað á áætluðum tíma en hlutfallið var 61% hjá Wow air. Í desember síðastliðnum var Icelandair í 102. sæti fyrir stundvísustu flugfélögin en Wow air var í 148. sæti.