Kafbátur af óþekktum uppruna hefur fundist við strendur Svíþjóðar. Kafbáturinn liggur á hafsbotni og hefur kyrillískt letur, er um 20 metra langur og 3 metra breiður.

Vegna þess að engar sjáanlegar skemmdir eru á bátnum er talið að áhöfnin, sem telur þrjá til sex meðlimi, kunni að vera inni í honum.

Kafbáturinn liggur hreyfingarlaus á sjávarbotninum. Í frétt á vef Expressen er haft eftir Joakim von Braun, sem starfar fyrir sænskt ákæruvald, að vegna þess að ekkert neyðarkall barst frá kafbátnum er álitið að hann hafi verið á svæðinu í leynilegum erindagjörðum.

Í október síðastliðnum var greint frá því að rússnesks kafbátar hefði verið leitað í sænskri landhelgi. Mikil leit var gerð að bátnum, sem fannst ekki á sínum tíma. Óvíst er á þessu stigi hvort um sama bát sé að ræða.