*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 27. júlí 2015 18:32

Óþekktur kafbátur fundinn við strendur Svíþjóðar

Kafarar hafa fundið kafbát sem er merktur með kyrillísku letri um eina og hálfa sjómílu undan ströndum Svíþjóðar.

Ritstjórn
Sænsk stjórnvöld leituðu að óþekktu sjófari í skerjagarði nálægt Stokkhólmi í október síðastliðnum.
european pressphoto agency

Kafbátur af óþekktum uppruna hefur fundist við strendur Svíþjóðar. Kafbáturinn liggur á hafsbotni og hefur kyrillískt letur, er um 20 metra langur og 3 metra breiður.

Vegna þess að engar sjáanlegar skemmdir eru á bátnum er talið að áhöfnin, sem telur þrjá til sex meðlimi, kunni að vera inni í honum.

Kafbáturinn liggur hreyfingarlaus á sjávarbotninum. Í frétt á vef Expressen er haft eftir Joakim von Braun, sem starfar fyrir sænskt ákæruvald, að vegna þess að ekkert neyðarkall barst frá kafbátnum er álitið að hann hafi verið á svæðinu í leynilegum erindagjörðum.

Í október síðastliðnum var greint frá því að rússnesks kafbátar hefði verið leitað í sænskri landhelgi. Mikil leit var gerð að bátnum, sem fannst ekki á sínum tíma. Óvíst er á þessu stigi hvort um sama bát sé að ræða.

Stikkorð: Svíþjóð kafbátur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim