Björt framtíð hefur birt lista yfir þá sem skipa efstu sex sætin í öllum kjördæmum landsins fyrir næstu kosningar.

Helmingur þingflokksins áfram í framboði

Athygli vekur að einungis þrír af þeim sex sem hlutu kosningu í þingkosningunum 2013 eru á þessum listum, formaðurinn Óttarr Proppé sem er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, Björt Ólafsdóttir sem verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Páll Valur Björnsson sem verður oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.

Af þeim sex varaþingmönnum flokksins sem tekið hafa sæti á alþingi eru einungis tveir á listanum, það er Sigrún Gunnarsdóttir sem er í öðru sæti í Reykjavík norður og Preben Pétursson, sem er oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.

Fjórðungur starfar innan menntakerfisins

Segir í fréttatilkynningu að stjórn flokksins hafi samþykkt listana á fjölmennum fundi og að á listanum sé fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu.

„Á meðal þeirra eru þroskaþjálfi, lögreglukona, dósent, stjórnsýslufræðingur, leikskólastjóri
og landgræðsluvistfræðingur. Fjórðungur frambjóðenda starfar innan menntakerfisins, 14% þeirra eru í háskólanámi og því ljóst að menntamál munu leika stórt hlutverk,“ segir í fréttatilkynningu frá flokknum.

„Margir frambjóðenda  eru tengdir skapandi greinum með einum eða öðrum hætti. Tónlistarkennari, bókmenntaþýðandi, viðburðastjóri hjá  CCP,  verkefnastjóri listkennsludeildar Listaháskólans og leikkona skipa  m.a. sæti á listum. Tveir innflytjendur skipa einnig sæti ofarlega á listum, frá Bandaríkjunum og Bosníu.“

Listarnir eru sem hér segir:

Reykjavíkurkjördæmi norður

  • Björt Ólafsdóttir, BA í sálfræði, MA í mannauðsstjórnun og þingkona
  • Sigrún Gunnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, hjúkrunarfræðingur, dósent í viðskiptafræði HÍ og leiðir þekkingarsetur þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst
  • Starri Reynisson, laganemi
  • Sunna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar LHÍ og MA í forystu og stjórnun, leikari og leiklistarkennari
  • Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðarstjóri hjá CCP

Reykjavíkurkjördæmi suður

  • Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri
  • Eva Einarsdóttir, frístunda- og félagsmálafræðingur, MBA, varaborgarfulltrúi og varaformaður ÍTR
  • Unnsteinn Jóhannsson, upplýsingafulltrúi og Kaos Pilot
  • Friðrik Rafnsson, bókmenntaþýðandi
  • Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, lögreglukona og nemi í stjórnsýslu
  • Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og diplóma frá HÍ

Suðvesturkjördæmi

  • Óttarr Proppé, tónlistarmaður og þingmaður
  • Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og formaður bæjarráðs í Kópavogi
  • Karólína Helga Símonardóttir, mannfræðingur, MA í hnattrænum tengslum og verkefnastjóri
  • Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Garðabæ
  • Helga Björg Arnardóttir, tónlistarkennari og tónlistarkona
  • Guðrún Alda Harðardóttir, leikskóla- og háskólakennari

Suðurkjördæmi

  • Páll Valur Björnsson, kennari og þingmaður
  • Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur
  • Lovísa Hafsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  • Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi
  • Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur
  • Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri

Norðvesturkjördæmi

  • G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri
  • Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemandi í forystu og stjórnun
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona
  • Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi
  • Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari
  • Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður

Norðausturkjördæmi

  • Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur
  • Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur hjá Félagi einstæra foreldra og sáttasemjari
  • Arngrímur Viðar Ásgeirsson, íþróttakennari og hótelstjóri
  • Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson, nemi og íþróttamaður
  • Margrét Kristín Helgadóttir, stjórnsýslufræðingur og lögfræðingur hjá Fiskistofu