Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins á ársfundi hans þann 5. september næstkomandi. Hann greinir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook.

„Ég hef óbilandi tröllatrú á erindi okkar. Það er þörf og eftirspurn eftir frjálslyndu, grænu og mannréttindasinnuðu stjórnmálaafli. Björt framtíð leggur áherslu á pólitíska siðbót og hefur staðfasta sýn á langtímahugsun og það að almannahagsmunir standi framar sérhagsmunum. Ég vil gera mitt í þessari baráttu,“ skrifar Óttarr.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður bæjarstjórnar í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi flokksins, hefur einnig tilkynnt að hún sækist eftir að verða í forystu flokksins, annað hvort sem formaður eða stjórnarformaður.