„Við erum í þessari furðulegu stöðu að eftir einhverja mestu efnahagslægð sem við þekkjum, allaveganna í okkar lífi, erum við á toppi efnahagsbólu, myndi ég vilja segja Það er mikill ábyrgðarhluti að stjórna þegar vel gengur,“ sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, á ársfundi flokksins í morgun. Hægt er að sjá myndband af ræðu Óttars á vef Ríkisútvarpsins.

Óttarr lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að halda sér á jörðinni og taka skynsamlegar ákvarðanir. Hann sagði að mikilvægt væri að byggja upp innviði eftir þurrð síðustu ára - þó ekki væri hægt að gera allt í einu. Óttarr sagði að Íslendingar væru duglegir að keyra upp skýjaborgir og spenna bogann þegar vel gengi og svo væri óumflýjanlegt að allt færi til andskotans þegar vel gengi. Einnig sagði formaðurinn að það væri hundleiðinlegt að þurfa að fresta góðum verkefnum þegar vel gengi.