*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 24. október 2014 11:34

Ótti vegna hugsanlegs viðskiptabanns Rússa

Sjávarútvegsfyrirtæki óttast að Rússar leggi innflutningsbann á Ísland. Mörg viðskiptasambönd í húfi.

Ritstjórn
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Haraldur Guðjónsson

Vaxandi ótti er innan íslensk sjávarútvegs um að innflutningsbann Rússa, sem gildir gagnvart flestum ríkjum Evrópu, muni verða yfirfært á Ísland. 

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í samtali við Vísi að staðan sé með þeim hætti að aðilar í sjávarútvegi séu uggandi yfir stöðunni og áhrif hennar á viðskiptasambönd við mikilvægan markað. „Ef þetta gerist þurfum við að geta farið með þetta eitthvað annað og eðlilega fara menn að skoða aðra möguleika,“ segir Kolbeinn.

Kolbeinn segir að menn séu stressaðir og órólegir með sín viðskiptasambönd, bæði Rússlandsmegin og Íslandsmegin. Segir hann þó að menn reyni að sjálfsögðu, líkt og í öðrum viðskiptum, að hafa eggin í fleiri en einni körfu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim