*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Fólk 8. október 2018 13:14

Ottó snýr aftur til Samskipa

Samskip ráða Ottó Sigurðsson sem framkvæmdastjóra innflutningssviðs þar sem hann starfaði áður til ársloka 2016.

Ritstjórn
Ottó Sigurðsson gerist nú framkvæmdastjóri Innflutningssviðs Samskipa en áður en hann gerðist framkvæmdastjóri hjá VÍS starfaði hann sem forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa.
Aðsend mynd

Ottó Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa. Með ráðningunni snýr Ottó aftur til Samskipa, en hann var forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa frá 2013 til loka árs 2016.

Ottó kemur til Samskipa frá VÍS þar sem hann hefur frá 2017 gegnt stöðu forstöðumanns fyrirtækjaþjónustu. Áður starfaði hann hjá Vodafone, meðal annars sem forstöðumaður fyrirtækjasölu.

„Ég er mjög spenntur yfir því að koma aftur til Samskipa enda átti ég góðar stundir þar með góðu fólki,“ segir Ottó. „Ég ætla mér að setja alla mína orku í það verkefni sem mér er falið; að veita framúrskarandi þjónustu fyrir okkar viðskiptavini og auka hlutdeild Samskipa á markaði.“

Ottó lauk B.Sc. prófi í viðskipafræði frá Louisiana háskóla í Lafayette í Bandaríkjunum árið 2004 og er liðtækur golfari, en á tímabili keppti hann sem atvinnumaður í golfi. Ottó er kvæntur Karen Lilju Sigurbergsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Stikkorð: Samskip Vodafone VÍS Ottó Sigurðsson
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim