Tyrkland og Mexíkó eru tvö ríki sem margir fjárfestar hafa líklega viljað forðast eins og heitan eldinn upp á síðkastið. Bæði hafa kynnst sínum skerf af óstöðugleika; Í Tyrklandi vegna pólitísks óstöðugleika sem kristallaðist í valdaránstilraun í fyrra. Í Mexíkó vegna kosningu Donald J. Trump, sem hefur verið talsvert gagnrýninn í garð Mexíkana.

En Financial Times tekur saman óvænta velgengni á tyrkneska hlutabréfamarkaðinum og styrkingu mexíkóska pesósinn upp á við, síðastliðnar vikur.

Bist vísitlan tekur kipp

Bist 100 vísitlan, eða tyrkneska hlutabréfavísitlan, hefur hækkað talsvert á síðustu vikum. Hún hækkaði meðal annars um 2,5 prósentustig í dag og hefur ekki verið hærri síðan í maí. Í kjöfar þess að gengi lírunnar, tyrkneska gjaldmiðilsins, lækkaði talsvert eða um 8,2 prósentustig í fyrra, hafa erlendir fjárfestar aukið umfang sitt í Tyrklandi. Þar af leiðandi hækkaði Bist vísitlan um 9,9 prósentustig í janúar á þessu ári og hefur vísitalan ekki hækkað eins mikið í háa herrans tíð.

Pesóið nær sér á strik

Mexíkóska pesóið hefur veikst talsvert, oftast í takt við yfirlýsingar og loforð Donald J. Trump nýs Bandaríkjaforseta og þegar Trump var kjörinn hafði hann fallið talsvert í virði.

Eftir að Trump tók við þá hefur pesóið þó tekið að styrkjast á nýjan leik, þar sem að fjárfestar hafa farið að efast um hvort að orð Trump tákni gjörðir. Í kjölfar samtals Trump við forseta Mexíkó, Enrique Peña Nieto, síðastliðinn föstudag hefur pesóið styrkst hvað mest gagnvart dollaranum af öllum gjaldmiðlum.

Haft er eftir Larry Hatheway, yfirhagfræðing GAM, í frétt Financial Times, að gjaldmiðillinn hafi verið „yfirseldur“ og þegar grein FT var skrifuð í dag hafði gjaldmiðillinn styrkst um ein 0,8 prósentustig.