*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Erlent 17. september 2018 17:14

Óvæntur uppgangur hjá H&M

Til skoðunar er að afskrá H&M. Hlutabréfaverð félagsins hækkaði um 16,6% í dag og jókst virði félagsins um yfir 350 milljarða króna.

Ritstjórn
H&M opnaði í sínar fyrstu verslanir á Íslandi á síðasta ári.
Eva Björk Ægisdóttir

Sala fatarisans H&M kom greinendum á óvart og jókst um 9% á síðasta ársfjórðungi samkvæmt tölum sem félagið birti í morgun að því er Bloomberg greinir frá. Í kjölfarið varð mesta hækkun hlutabréfaverðs félagsins í 17 ár. Hlutabréfaverð í H&M hækkaði um 16,6% í dag sem þýðir að markaðsvirði félagsins jókst um yfir 350 milljarða króna. Tíðindin þykja vera merki um viðsnúning hjá félaginu, en rekstur þess hefur verið nokkuð þungur undanfarin misseri líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um.

Þá greindi Mail on Sunday frá því að Stefan Persson, stjórnarformaður H&M ætti í viðræðum við Goldman Sachs og JP Morgan um að kaupa hluthafa út úr félaginu og afskrá það. H&M hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um hvort fréttaflutningurinn eigi við rök að styðjast. 

Stikkorð: H&M