*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 27. febrúar 2017 08:39

Óvissa með samruna LSE og Deutsche Boerse

Ólíklegt virðist að verði úr 29 milljarða evra samruna London Stock Exchange og Deutsche Boerse vegna kröfu ESB.

Ritstjórn
epa

29 milljarða evra samruni London Stock Exchange og Deutsche Boerse gæti runnið í sandinn eftir að LSE tilkynnti um að ólíklegt væri að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndi leyfa samrunan. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Framkvæmdastjórn ESB hefur farið fram á að LSE að selji 60% hlut í MTS hluta félagsins. London Stock Exchange telur að sú beiðni sé ósanngjörn og að salan á MTS gæti skaðað fyrirtækið.

Því telur LSE það ólíklegt að framkvæmdastjórn ESB veiti leyfi fyrir samrunanum. Fyrir um það bil ári síðan tilkynntu LSE og Deutsche Boerse um fyrirhugaðan samruna til þess að geta keppt við bandaríska keppinauta.

Stikkorð: ESB LSE samruni Deutsche Boerse