Íslenska nýsköpunarfyrirtækiðOz hefur nýverið gert stóran samning við við sjónvarps- og kvikmyndarisann Sony um dreifingu á fjórum sjónvarpsrásum í Póllandi undir vörumerkjum AXN. Samningurinn nær einnig til 11 annarra landa kjósi Oz að nýta sér það.

Samningurinn sem Oz og Sony hafa gert með sér felur í sér leyfi til að dreifa AXN rásum Sony í gegnum Oz-appið á hvaða tæki sem er, s.s. snjallsímum, spjaldtölvum, borð- og fartölvum, leikjatölvum og snjallsjónvörpum segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri vöruþróunar Oz, við Viðskiptablaðið.

Þar að auki heimilar samningurinn Oz að virkja upptökumöguleika sem gerir notendum kleift að taka upp og safna hverju því sem sýnt er á AXN-stöðvunum.

AXN-stöðvarnar eru vinsælar í Póllandi og sýna efni frá Hollywood en þar á meðal eru vinsælar sjónvarpsseríur á borð við Blacklist, Hannibal, Castle og CSI auk vinsælla stórmynda á borð við Spiderman og aðrar slíkar kvikmyndir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .