Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, tók á fyrsta degi ársins við sem forseti dómstólsins. Páll hefur verið dómari við dómstólinn frá árinu 2011 þegar hann tók við af Þorgeiri Örlygssyni, sem á sama tíma sneri aftur í Hæstarétt. Hann var skipaður formaður rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Páll hefur gefið út 13 bækur og 42 greinar um lögfræðileg málefni.