Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa á Íslandi og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskip Logistics eru meðal þeirra sem hafa réttarstöðu sakbornings í meira en 5 ára gömlu meintu samkeppnislagabroti að því er Morgunblaðið segir frá.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gærkvöldi hefur Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélagsins og Bragi Þór Marinósson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs fyrirtækisins einnig réttarstöðu sakbornings.

Héraðssaksóknari kallaði mennina til skýrslutöku þann 11. maí síðastliðinn, en rannsókn hans fellst í því hvort ólögmætt samráð hafi verið milli fyrirtækjanna um verð eða skiptingu markaða. Ætlað brot er sagt varða við 10. og 11. grein Samkeppnislaga en húsleitir voru fyrst gerðar hjá félögunum þann 10. september árið 2013 eða fyrir hartnær fimm árum síðan.