*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 17. ágúst 2018 11:40

Pareto vill ekki tjá sig um framkvæmdina

Samkvæmt viðmælendum sem vefsíðan Túristi ræddi við sögðu þeir að það sé afar óvenjulegt að svona viðkvæmar upplýsingar séu gerðar opinberar.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptablaðið hefur fjallað um fyrirhugaða skuldabréfaútgáfu WOW air upp á 6 til 12 milljarða íslenskra króna. En fjárfestakynningin fyrir útgáfuna var gerð opinber fyrr í vikunni. 

Samkvæmt viðmælendum sem vefsíðan Túristi ræddi við sögðu þeir að það sé afar óvenjulegt að svona viðkvæmar upplýsingar séu gerðar opinberar. 

Sá starfsmaður Pareto fjármálafyrirtækisins sem sér um skuldabréfaútboð WOW air vill hins vegar ekki tjá sig um framkvæmdina. „Ég vil ekkert segja. Þessu samtali er lokið,” endurtók viðkomandi nokkrum sinnum þegar þegar Túristi náði af honum tali og bar upp spurningar um skuldabréfaútboðið, að því er kemur fram í fréttinni. 

Eins og fram hefur komið þá ætla forsvarsmenn WOW air ekki tjá sig um skuldabréfaútgáfuna fyrr en síðar.

Stikkorð: WOW air
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim