Nú hefur Paul Copley verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupþings. Hann situr einnig í stjórn félagsins, en hann tók við embættinu þann fyrsta apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram á vefsíðu Kaupþings .

Paul hefur áður starfað hjá PriceWaterhouseCoopers í tuttugu ár þar sem hann vann við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Þá hefur hann meðal annars starfað hjá fjárfestingarbankanum Lehman Brothers í sex ár auk þess sem hann hefur setið í nefndum gamla Landsbankans fyrir hönd kröfuhafa.

Alan Carr, stjórnarformaður Kaupþings, segir stjórnina vera ánægða með að hafa tryggt sér störf Paul. „Reynsla hans mun reynast okkur ómetanleg við sölu eigna Kaupþings," segir Alan.