Nú búa hundrað milljarðamæringar í höfuðborg Kína, Peking, og borgin tekur því fram úr New York-borg, þar sem 95 milljarðamæringar búa, sem eins konar höfuðstaður auðfólks. Financial Times segir frá þessu.

Þess ber að geta að þegar talað er um milljarðamæringa er átt við fólk sem á einn milljarð Bandaríkjadala eða meira, en á mælikvarða íslenskra króna er það hrein eign upp á um 130 milljarða eða meira.

Þrátt fyrir að hagvöxtur í Kína fari sífellt dvínandi hefur fjöldi milljarðamæringa þarlendis aukist hvaðeina hraðast í heiminum. Um 32 nýir auðjöfrar bættust í hópinn á árinu 2015, en í Kína eru um 568 milljarðamæringar í heild sinni.

Það eru um 33 fleiri en í Bandaríkjunum, en þar teljast um 535 manns til skilgreiningarinnar. Þeim fer raunar fækkandi í Bandaríkjunum, en þarlendis fækkaði þeim um tvo á síðasta ári.