*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 14. september 2010 08:02

Peningar sofa aldrei - Wall Street 2

Oliver Stone gerir aðra mynd um Gordon Gekko

Ritstjórn

Wall Street 2 verður frumsýnd í 24. september næstkomandi.  Gordon Gekko, sem leikinn er af Micheal Douglas, verður aðalpersóna myndarinnar, líkt og í fyrri myndinni. 

Sögusvið er fjármálakreppan síðla árs 2008.  Gekko situr í byrjun myndarinnar í fangelsi fyrir innherjasvik en er að ljúka afplánunin. Ódauðleg er setning hans í fyrri myndinni, að græðgi sé góð. 

Í seinni myndinni bætir hann við, að græðgi sé ekki bara góð því nú sé hún einnig lögleg. Hinn aðalleikari myndarinnar er Shia LaBeouf sem leikur Jacob, ungan miðlara og kærasta dóttur Gekko.

Fyrirætlun Gekko og Jacob er tvíþætt, að vara efnahagskerfi heimsins við væntanlegu hruni og finna út úr því hver bar ábyrgð á dauða á læriföður unga miðlarans.

Myndin verður sýnd Háskólabíó og Smárabíó.  Á vef IMDb.com hefur myndin fengið einkunina 7,7 af 10 mögulegum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim