Wall Street 2 verður frumsýnd í 24. september næstkomandi.  Gordon Gekko, sem leikinn er af Micheal Douglas, verður aðalpersóna myndarinnar, líkt og í fyrri myndinni.

Sögusvið er fjármálakreppan síðla árs 2008.  Gekko situr í byrjun myndarinnar í fangelsi fyrir innherjasvik en er að ljúka afplánunin. Ódauðleg er setning hans í fyrri myndinni, að græðgi sé góð.

Í seinni myndinni bætir hann við, að græðgi sé ekki bara góð því nú sé hún einnig lögleg. Hinn aðalleikari myndarinnar er Shia LaBeouf sem leikur Jacob, ungan miðlara og kærasta dóttur Gekko.

Fyrirætlun Gekko og Jacob er tvíþætt, að vara efnahagskerfi heimsins við væntanlegu hruni og finna út úr því hver bar ábyrgð á dauða á læriföður unga miðlarans.

Myndin verður sýnd Háskólabíó og Smárabíó.  Á vef IMDb.com hefur myndin fengið einkunina 7,7 af 10 mögulegum.