Penninn ehf. hagnaðist um 169,5 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn hefur þar með aukist um tæplega 50 milljónir á milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur fyrirtækisins rúmlega 5,3 milljörðum króna.

EBITDA fyrirtækisins var 300,9 milljónir króna og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 237,6 milljónir. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta var alls 212 milljónir króna og þar sem fyrirtækið rúmlega 42,4 milljónir í tekjuskatt, nam hagnaður tímabilsins rétt tæpum 170 milljónum.

Eignir félagsins hafa hækkað milli ára. Samtals voru fastafjármunir skráðir fyrir allt að 580 milljónir króna og veltufjármunir fyrir 1,9 milljarða króna. Eigið fé fyrirtækisins nam rétt rúmum 725,9 milljónum samanborið við 556,4 milljónir króna árið áður.

Samkvæmt sjóðsstreymi Pennans, var handbært fé í lok tímabilsins 102,5 milljónir króna.