*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 1. apríl 2018 14:05

Penninn hagnast vel

Velta Pennans nam 5,7 milljörðum króna rekstrarárið 2016/17.

Ritstjórn
Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans.
Árni Torfason

Penninn ehf., sem selur skrifstofuhúsgögn, skristofuvörur, ritföng og afþreyingar undir vörumerkjunum Penninn Eymundsson, Penninn húsgögn og Islandia, hagnaðist um rúmlega 234 milljónir á reikningsárinu 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017. Jókst hagnaðurinn um rúmar 64 milljónir milli ára.

Velta Pennans nam 5,7 milljörðum og var rekstrarkostnaður 2,3 milljarðar. EBITDA nam tæpum 373 milljónum og jókst um 72 milljónir.

Eignir Pennans námu rúmum 2 milljörðum í lok febrúar og var eiginfjárhlutfall 44,3%. Forstjóri Pennans er Ingimar Jónsson.

Stikkorð: Penninn uppgjör