*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 12. apríl 2018 10:10

Penninn kaupir Viking búðirnar

Rekstur minjagripaverslananna The Viking hefur verið seldur til Pennans, auk vörubirgða.

Ritstjórn
Ingimar Jónsson er framkvæmdastjóri Pennans
Árni Torfason

Penninn ehf. og  H-fasteignir ehf. hafa komist að samkomulagi um að Penninn kaupi rekstur og birgðir verslana The Viking með það fyrir augum að reka þær áfram undir því nafni og með svipuðu sniði.

The Viking selur minjagripi og ýmis konar varning, sem ætlaður er ferðamönnum. Samkomulag aðila felur  í sér kaup Pennans á þeim rekstri sem stundaður hefur verið í verslunum undir vörumerki The Viking auk vörubirgða sem tilheyra þeim rekstri og  samninga og viðskiptasambönd.

Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem hefur þegar verið tilkynnt um viðskiptin. Fjármálaráðgjöf Deloitte var ráðgjafi Pennans ehf. í ferlinu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim