Samtök atvinnulífsins sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem bent var á þau áhrif sem nýtt frumvarp mun hafa á verðtryggðar skuldir heimilanna.

Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, segist hafa trú á því að sykurskatturinn hafi góð áhrif á heilsu landsmanna. Hún sagði jafnframt að þrátt fyrir auknar álögur þá væru ýmsar vörur undanþegnar skatti eins t.d. sykurlaust gos.