Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að beiðini fjármála- og efnahagsráðhera unnið úttekt á tekjuskattlagningu einstaklinga og barna- og vaxtabótakerfunum með frekari úrbætur í huga, en síðustu ár hefur markvisst verið unnið að því að einfalda íslenska skattkerfið á sem flestum sviðum.

Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar eru að:

  • Framtíðarúrbætur á íslenska tekjuskattskerfinu ættu að beinast að breytingum á persónuafslætti, lægra tekjuskattshlutfallinu, barnabótum og vaxtabótum.
  • Persónuafsláttur verði hækkaður og greiddur út til þeirra sem náð hafa 18 ára aldri, nýtist hann ekki að fullu á móti álögðum skatti.
  • Barna- og vaxtabótakerfi verði einfölduð og bótum beint í ríkari mæli að lágtekjuheimilum.
  • Ein föst fjárhæð barnabóta verði reiknuð fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, óháð fjölskyldugerð.
  • Skerðingarhlutfall barnabóta verði eitt og hækki töluvert frá því sem nú er.
  • Vaxtabætur verði felldar niður í áföngum á næstu árum.
  • Breytingar vaxtabóta falli að allsherjarendurskoðun á húsnæðisstuðningi stjórnvalda.

Ráðuneytið hefur nú tekið skýrsluna til skoðunar.