Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að gera ekki athugasemd við eftirlit 365 með IP-tölum að því er kemur fram í niðurstöðu frumkvæðisathugunar á 365 miðla vegna með IP-tölum einstaklinga. Síðastliðinn nóvember ákvað Persónuvernd að skoða hvort að eftirlit fjölmiðlafyrirtækisins stæðist lög um persónuvernd og persónuupplýsingar.

Í niðurstöðu frumkvæðisathugunar Persónuverndar kemur fram að í fréttatilkynningu sem að 365 sendi frá sér í nóvember hafi bent til þess að 365 miðlar stundaði umfangsmikið og kerfisbundið sjálfvirkt eftirlit. Í fréttatilkynningunni sagði meðal annars að 365 hafi kært menn fyrir að dreifa ólöglegu höfundarréttarvörðu efni og að fyrirtækið fylgist grannt með IP-tölum þeirra sem hlaði niður íslensku sjónvarpsefni inn á ólöglegar síður og dreifiveitur. Við rannsókn málsins hefur hins vegar komið í ljós að svo er ekki.