Petrea I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Gló. Gló rekur nú fjóra veitingastaði og verslun í Fákafeni, Engjateig, Laugavegi og Hæðasmára auk þess að bjóða upp á fyrirtækjaþjónustu og þjónustu til einstaklinga – þar sem m.a. er boðið upp á sérsniðna matar- og djúspakka. Hlutverk Petreu verður að annast daglegan rekstur Gló á Íslandi en áhersla verður lögð á að sækja aukin vöxt og auka arðsemi félagsins að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Petrea hefur lengst af starfað á sviði fjarskipta- og afþreyingar en hún hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Tals, framkvæmdastjóri hjá Símanum, 365 og Skjánum.  Petrea er viðskiptafræðingur frá HÍ. Hún situr í stjórn Icepharma, Gámaþjónustunnar og er stjórnarformaður Símafélagsins.

Gló er í meirihlutaeigu Eyju fjárfestingafélags, og eru eigendur þess Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttirr,  auk þess er félagið í eigu hjónanna Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundsson.