*

þriðjudagur, 17. júlí 2018
Fólk 8. ágúst 2017 13:55

Petrea nýr framkvæmdastjóri Gló

Petrea I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Gló.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Petrea I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Gló. Gló rekur nú fjóra veitingastaði og verslun í Fákafeni, Engjateig, Laugavegi og Hæðasmára auk þess að bjóða upp á fyrirtækjaþjónustu og þjónustu til einstaklinga – þar sem m.a. er boðið upp á sérsniðna matar- og djúspakka. Hlutverk Petreu verður að annast daglegan rekstur Gló á Íslandi en áhersla verður lögð á að sækja aukin vöxt og auka arðsemi félagsins að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Petrea hefur lengst af starfað á sviði fjarskipta- og afþreyingar en hún hefur m.a. verið framkvæmdastjóri Tals, framkvæmdastjóri hjá Símanum, 365 og Skjánum.  Petrea er viðskiptafræðingur frá HÍ. Hún situr í stjórn Icepharma, Gámaþjónustunnar og er stjórnarformaður Símafélagsins.

Gló er í meirihlutaeigu Eyju fjárfestingafélags, og eru eigendur þess Birgir Þór Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttirr,  auk þess er félagið í eigu hjónanna Sólveigar Eiríksdóttur og Elíasar Guðmundsson.

Stikkorð: framkvæmdastjóri Gló nýr Petrea