*

laugardagur, 21. apríl 2018
Erlent 19. apríl 2017 19:10

Picasso á afslætti

Marina Picasso stefnir að því að selja 111 verk eftir Pablo Picasso á uppboði í New York.

Ritstjórn

Þegar Pablo Picasso lést árið 1973, erfði Marina Picasso, barnabarn listamannsins meðal annars La Californie villuna í Suður-Frakklandi.

Villunni fylgdi talsvert magn af listaverkum eftir Pablo Picasso, en Marina seldi muni úr húsinu fyrir ríflega 12 milljónir punda í febrúar 2016.

18 maí er stefnt að því að halda annað uppboð, en Sotheby's í New York mun annast það.

Talið er að uppboðið muni skila 3,3 til 4,7 milljónum dala. Alls eru 64 málverk og teikningar til sölu, en 47 keramik skúlptúrar.

Ódýrustu munirnir munu líklegast fara á 5000 dali, sem þykir nokkuð sanngjarnt fyrir verk eftir Pablo Picasso.

Stikkorð: Uppboð Pablo Picasso List