*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 15. nóvember 2016 17:02

Píratar mælast með 11,9% fylgi

Í fyrstu könnun MMR eftir Alþingiskosningar mælast Píratar með 11,9% fylgi og tapa 8 prósentustigum milli kannana.

Ritstjórn

Í nýrri skoðanakönnun MMR um fylgi flokka, sem er sú fyrsta sem er gerð eftir Alþingiskosningar. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 26% fylgi. Píratar tapa hins vegar talsverðu fylgi, eða 8 prósentustigum og mælast með 11,9% fylgi.

Vinstri-grænir mælast næststærsti flokkurinn í könnun MMR með 20,7% fylgi, sem er 4,5 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Viðreisn mældist með 10,6% fylgi, Björt framtíð með 9,6% fylgi, Framsókn með 9,4% og Samfylkingin með 5,6%.

Könnunin var framkvæmd dagana 7. til 14. nóvember 2016 og var heildarfjöldi svarenda 904 einstaklingar.