*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 15. nóvember 2016 17:02

Píratar mælast með 11,9% fylgi

Í fyrstu könnun MMR eftir Alþingiskosningar mælast Píratar með 11,9% fylgi og tapa 8 prósentustigum milli kannana.

Ritstjórn

Í nýrri skoðanakönnun MMR um fylgi flokka, sem er sú fyrsta sem er gerð eftir Alþingiskosningar. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 26% fylgi. Píratar tapa hins vegar talsverðu fylgi, eða 8 prósentustigum og mælast með 11,9% fylgi.

Vinstri-grænir mælast næststærsti flokkurinn í könnun MMR með 20,7% fylgi, sem er 4,5 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Viðreisn mældist með 10,6% fylgi, Björt framtíð með 9,6% fylgi, Framsókn með 9,4% og Samfylkingin með 5,6%.

Könnunin var framkvæmd dagana 7. til 14. nóvember 2016 og var heildarfjöldi svarenda 904 einstaklingar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim