Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu stjórnmálaflokkar landsins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26,3% fylgi og Píratar með 25,8% - en er munurinn á flokkunum tveimur ekki marktækur.

Litlar breytingar eru þó á fylgi flokkanna milli mánaða. Vinstri hreyfingin - grænt framboð mældist með rúmlega 16% fylgi, en í síðasta Þjóðarpúlsi mældist flokkurinn í kringum 17%.

Viðreisn bætir við sig

Viðreisn bætir við sig milli kannanna og mælist nú með 11% fylgi - miðað við 9% í síðasta Þjóðarpúls.

9% kjósenda myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið væri til kosninga í dag. Fylgi Samfylkingarinnar er langt undir kjörfylgi og mælist nú í 8%. Björt framtíð tapar enn fylgi og mælist nú með tæplega 3%.

Um 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 7% sögðust ætla að skila auðu.

Aðrir flokkar mælast undir 1%. Íslenska þjóðfylkingin mælist með 0,6% og Dögum með 0,2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina

Stuðningur við ríkisstjórnina er nánast óbreyttur frá síðustu mælingu en tæplega 38% segjast styðja ríkisstjórnina.